Taktu skrefið í átt að sterkari útgáfu af þér

Þjónustan

Einkaþjálfun

Aðhald og markviss þjálfun sniðin að þínum þörfum og markmiðum

Fjarþjálfun

Fyrir þau sem vilja sveigjanleika, aðhald og gæði allt á einum stað

Markþjálfun

Uppbyggjandi samtal sem hjálpar þér að ná þínum markmiðum, fókus og styrk

Samþætt þjálfun

Heildræn 6 vikna þjálfun þar sem líkamsrækt og markþjálfun vinna saman

Þjálfun

Veldu þjálfun sem hentar þér best

Einkaþjálfun 3x viku

4 vikna þjálfun, einstaklingur með þjálfara í sal (55.mín) 3x í viku (12 skipti). Innifalið: Einstaklingsmiðað prógram, leiðsögn í tækni, mælingar í byrjun og lok tímabils ásamt matardagbók og næringaráðleggingum sé þess óskað.
60.000kr
Vinsælast

Fjarþjálfun - App áskrift

Mánaðarleg áskrift með sérsniðnu æfingaprógrammi. Æfingar aðgengilegar í appi. Regluleg check-in við þjálfara í appi þar sem árangur er metinn. Aðlögun á prógrammi eftir þörfum og framvindu. Sveigjanleg lausn sem hentar þínum tíma.
5.900kr

Markþjálfun

Markþjálfun er samtal sem hjálpar þér að sjá hlutina skýrar, setja þér raunhæf markmið og taka næstu skref í lífinu af meira öryggi. Þú færð rými til að nálgast áskoranir með meiri ró, styrkja sjálfstraustið og finna leiðir sem henta þér.
18.000kr

Kraftur, úthald og styrkur

Markviss þjálfun sem skilar stöðugleika, sjálfstrausti og sýnilegum árangri

Um Vöxt

Ég heiti Sigurbjörn Jónasson en er alltaf kallaður Bjössi.

Ég er menntaður einkaþjálfari og markþjálfi með áralanga reynslu af styrktarþjálfun, líkamsrækt og sjálfsrækt.

Í Vöxtur þjálfun legg ég mikla áherslu á skýrleika, einfaldleika og árangur sem endist. Hver einstaklingur kemur inn með sín markmið og sína sögu og við vinnum svo þjálfunina út frá því.

Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í ræktinni, koma þér aftur af stað eftir meiðsli eða veikindi eða vilt sjá skýrar hvert þú stefnir í lífinu þá býð ég upp á þjálfun, stuðning og persónulega leiðsögn sem hjálpar þér að ná því sem þú stefnir að.

Markmiðið mitt er að styðja þig þannig að þú standir sterkar líkamlega og andlega í þínu lífi.

hvort sem markmiðið er:

  • Hefðbundin líkamsrækt, þolþjálfun og lyftingar
  • Vinna með hugarfar, markmiðasetningu og sjálfsmynd
  • eða dýpri endurreisn eftir erfið veikindi eða meiðsli

 

Þá er ég hér fyrir þig

Þín þjálfun – þinn vöxtur

 

Einkaþjálfun fer fram í World Class á Selfossi.

Hafðu samband

Ég hjálpa þér að ná þínum markmiðum

Vöxtur Contact Form

Multi-step contact form for Voxtur React theme

Fullt nafn(Nauðsynlegt)