Þjálfun

Yfirlit


Einkaþjálfun

Þú færð sérsniðna æfingaáætlun aðhald og stuðning sem hjálpar þér að ná þínum besta árangri – hvort sem markmiðið er að styrkjast, mótast, léttast eða komast í þitt allra besta form.

Innifalið í einkaþjálfun: 

Mælingar í byrjun og lok þjálfunar – einstaklingsmiðað æfingaprógram – leiðsögn í réttri tækni – hvatning og stuðningur alla leið – matardagbók til að skapa yfirsýn og næringaráðleggingar.

Markvissar æfingar sem skila árangri

Við vinnum með réttar æfingar, rétt álag og rétt tempó þannig að þú styrkist, mótast og nærð markmiðum þínum á skýran og öruggan hátt.

Sérsniðið æfingaprógram fyrir þín markmið

Ég set saman prógram sem byggist á þinni líkamsgerð, getu og lífsstíl.
Þetta tryggir að hvert skref leiðir þig nær þeim árangri sem þú ert að sækjast eftir.

Rétt æfingatækni og framkvæmd æfinga

Ég leiði þig í gegnum æfingarnar þannig að þú framkvæmir þær rétt, færð meira út úr hverri lyftu og minnkar líkurnar á meiðslum – á sama tíma og þú nærð hámarks árangri.

Aðhald og fókus

Þú færð leiðsögn og hvatningu sem heldur þér á réttri braut, hjálpar þér að halda aga og tryggir að þú haldir út, líka þegar mótstaðan mætir.

Meiri orka, styrkur og betra form

Með reglulegri þjálfun finnur þú mun á líkamanum – meiri styrk, betri líkamsstöðu, aukna orku og betri líðan í öllu sem þú gerir.

Markþjálfun

Markþjálfun er samtal sem hjálpar þér að sjá hlutina skýrar, setja þér raunhæf markmið og taka næstu skref í lífinu af meira öryggi.
Þú færð rými til að nálgast áskoranir með meiri ró, styrkja sjálfstraustið og finna leiðir sem henta þér.

Markmiðasetning

Markþjálfun getur hjálpað þér að átta þig á því hvað þú vilt í raun og setja markmið sem eru skýr, raunhæf og hvetjandi.

Skýrleiki

Þegar lífið er óljóst eða ruglingslegt getur markþjálfun stutt þig í að sjá hlutina skýrar, skilja hvað skiptir þig mestu máli og finna næstu skref.

Sjálfstraust

Í markþjálfun skoðum við hvað styrkir sjálfsmyndina, hvað veikir hana og hvernig þú getur staðið með sjálfri/um þér þegar efasemdir og neikvætt sjálftal læðast að.

Lífsstíll

Í markþjálfun getum við skoðað venjur þínar, fundið hvað styður þig og hjálpað þér að skapa meira jafnvæi í t.d hreyfingu, mataræði, svefni og daglegum rútínum.

Streitustjórnun

Markþjálfun getur stutt þig í að bregðast betur við álagi, finna meiri ró í erfiðum aðstæðum og byggja upp seiglu í daglegu lífi.


Samþætt þjálfun

Þessi 6 vikna þjálfun sameinar einkaþjálfun og markþjálfun í eitt ferli þar sem unnið er með hugarfar, líkamann, næringu og daglegt jafnvægi. Þú færð persónulega leiðsögn, sérsniðnar æfingar og stuðning sem hjálpa þér að halda áfram út í lífið með styrk, orku og fókus.

Skýr stefna og fókus

Við vinnum með hugarfarið þannig að þú veist nákvæmlega hvert þú ert að stefna og hvað heldur þér á réttri braut.

Persónulegar æfingar sem henta þér

Æfingarnar eru sniðnar að þér, markmiðunum þínum og lífsstíl þannig að þú náir raunverulegum árangri.

Næring og venjur sem styðja þig

Við förum yfir mataræði og daglegt jafnvægi þannig að líkaminn og hugur starfi með þér, ekki á móti.

Ramma og reglufestu sem skilar árangri

Þú færð skýran ramma sem auðveldar þér að mæta, halda út og sjá raunverulegar framfarir.

Styrk, orku og sjálfstraust inn í daglegt líf

Þú finnur muninn bæði í líkamanum, huganum og hvernig þú mætir daglegum áskorunum.