Skilmálar – Vöxtur Þjálfun

  1. Almenn ákvæði

Með því að nýta þjónustu Vöxtur Þjálfun samþykkir viðskiptavinur þessa skilmála.
Skilmálarnir gilda um alla þjónustu sem boðin er í gegnum vefsíðuna voxturthjalfun.is í staðbundinni þjálfun, fjarþjálfun og viðtölum.

 

  1. Eðli þjónustunnar

Vöxtur býður upp á:
• Einkaþjálfun
• Markþjálfun
• Samþætta þjálfun (Hugur | Líkami)
• Fjarþjálfun og sérsniðin æfingaprógrömm

Þjónustan er ætluð til fræðslu, leiðsagnar og stuðnings. Hún kemur ekki í stað læknisfræðilegrar greiningar, meðferðar eða ráðgjafar.

 

  1. Ábyrgð viðskiptavinar

Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á:
• Að upplýsa um heilsufar, meiðsli, sjúkdóma eða aðstæður sem geta haft áhrif á þjálfun eða þátttöku.
• Að hlusta á líkama sinn og virða eigin mörk.
• Að framkvæma æfingar og leiðbeiningar á eigin ábyrgð.

Vöxtur ber ekki ábyrgð á meiðslum eða heilsutjóni sem rekja má til rangrar notkunar á leiðbeiningum eða vanrækslu á upplýsingagjöf.

 

  1. Markþjálfun og persónuleg vinna

Markþjálfun er samtalsferli sem miðar að sjálfsþekkingu, skýrleika og ábyrgð.
Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á ákvörðunum sínum, aðgerðum og breytingum sem hann velur að gera í kjölfar markþjálfunar.

 

  1. Bókanir, afbókanir og forföll

 

5.1 Veikindi

Veikindi viðskiptavinar:
• Ef viðskiptavinur veikist skal afbóka tíma eins fljótt og auðið er.
• Veikindi sem tilkynnt eru með minnst 24 klst. fyrirvara leiða til þess að tími færist án kostnaðar.

 

Veikindi einkaþjálfara:
• Ef einkaþjálfari fellir niður tíma vegna veikinda færist tími eða er bætt við síðar samkvæmt samkomulagi.
• Enginn tími tapast vegna veikinda einkaþjálfara.

 

Fjarþjálfun:
• Veikindi stöðva ekki fjarþjálfun sjálfkrafa.
• Æfingaálag og prógramm er aðlagað að líðan og orku hverju sinni.
• Engar endurgreiðslur eru veittar vegna veikinda, en aðlögun er hluti af þjónustunni.

 

  1. Greiðslur og endurgreiðslur

 

  1. Trúnaður og persónuvernd

Allar persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í trúnaði og í samræmi við gildandi persónuverndarlög.
Upplýsingar eru eingöngu notaðar í tengslum við þjónustu Vöxtur og aldrei afhentar þriðja aðila nema með samþykki eða samkvæmt lögum.
(Sjá nánar í Persónuverndarstefnu vefsíðunnar.)

 

  1. Höfundarréttur

Allt efni á vefsíðunni, þ.m.t. textar, æfingaprógrömm, skjöl og annað efni, er eign Vöxtur Þjálfun og má ekki afrita, dreifa eða nota í öðrum tilgangi án skriflegs leyfis.

 

  1. Breytingar á skilmálum

Vöxtur áskilur sér rétt til að breyta skilmálum án fyrirvara.
Uppfærðir skilmálar taka gildi við birtingu á vefsíðunni.

 

  1. Lög

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum.
Ágreiningsmál skulu rekin fyrir íslenskum dómstólum.