Markþjálfun er samtalsferli þar sem þú færð faglega leiðsögn, skýrleika og stuðning til að ná fram þeim breytingum og markmiðum sem skipta þig máli.

Í markþjálfun vinnum við m.a með hugsanir, venjur, sjálfsmynd og fókus og allt það sem mótar hvernig þú mætir lífinu dag frá degi.

 

Ferlið er sniðið að þér:
Þín markmið, þínar áskoranir og þín stefna liggja til grundvallar öllu samtalinu.

Í grunninn snýst markþjálfun um:

 

Markþjálfi heldur utan um ferlið og hjálpar þér að beina athyglinni að því sem raunverulega skiptir máli, á þínum forsendum.
Árangurinn er alltaf sá sem þú skilgreinir.

Í markþjálfun þarftu ekki að útskýra neitt, verja þig eða „vera með rétt svar“.
Þú mætir eins og þú ert og við vinnum saman út frá því.

Í kjarna sínum er markþjálfun samstarf:
Hlýtt, faglegt og jarðbundið samtal sem opnar fyrir nýja möguleika, viðhorfsbreytingar og vöxt þannig að þú getir lifað í betri takt við sjálfa/n þig.