Markþjálfun

Markþjálfun er samtal sem hjálpar þér að sjá hlutina skýrar, setja þér raunhæf markmið og taka næstu skref í lífinu af meira öryggi. 

Þú færð rými til að nálgast áskoranir með meiri ró, styrkja sjálfstraustið og finna leiðir sem henta þér.

Markþjálfun getur hjálpað þér að átta þig á því hvað þú vilt í raun og setja markmið sem eru skýr, raunhæf og hvetjandi.

Þegar lífið er óljóst eða ruglingslegt getur markþjálfun stutt þig í að sjá hlutina skýrar, skilja hvað skiptir þig mestu máli og finna næstu skref.

Í markþjálfun skoðum við hvað styrkir sjálfsmyndina, hvað veikir hana og hvernig þú getur staðið með sjálfri/um þér þegar efasemdir og neikvætt sjálftal læðast að.

Í markþjálfun getum við skoðað venjur þínar, fundið hvað styður þig og hjálpað þér að skapa meira jafnvæi í t.d hreyfingu, mataræði, svefni og daglegum rútínum.

Markþjálfun getur stutt þig í að bregðast betur við álagi, finna meiri ró í erfiðum aðstæðum og byggja upp seiglu í daglegu lífi.

Markþjálfun - Einstaklingar

Einstaklingsviðtal

18.000 kr

Markþjálfun - pakkatilboð

Einstaklingsviðtöl

45.000 kr

Markþjálfun 18-25 ára

Einstaklingsviðtal

13.500 kr