Samþætt þjálfun sameinar tvo lykilþætti í góðri heilsu:

Hugarfar og líkamsþjálfun – Þegar hugur og líkami vinna saman í einu ferli verður árangurinn dýpri, stöðugri og varanlegri.

Þessi nálgun hentar t.d fólki sem vill:

– fá leiðsögn sem nær bæði til hugar og líkama
– byggja sig upp eftir veikindi eða meiðsli
– byrja í ræktinni á öruggan og raunhæfan hátt
– styrkja sjálfsmynd og losna við gamlar hindranir
– finna aga, fókus og stöðugleika

Uppbygging:

Vika 1 – Markþjálfun

Tvö viðtöl á stofu (50 mínútur, t.d mánudag og föstudag).
Við skoðum hvað hefur staðið í vegi fyrir þér hingað til, styrkjum sjálfsmyndina og setjum skýr og raunhæf markmið.
Hugarfarið er stillt inn þannig að það styðji við líkamsþjálfunina sem hefst viku síðar.

 

Vika 2–3 Einkaþjálfun

Þjálfun 3x í viku í sal (55 mínútur) 4. vikur
Þú færð einstaklingsmiðað æfingaprógram sem byggir á þínum þörfum, getu og líkamsgerð.
Við vinnum með styrk, öryggi, rétta tækni og stöðugleika.
Sjálfstraust, líkamsvitund og vellíðan í eigin líkama eykst skref fyrir skref.
Allt ferlið fer fram á þínum hraða, án öfga eða pressu.

 

Vika 4 – Markþjálfun

Eitt viðtal á stofu (50 mínútur).

Við tökum stöðuna og förum yfir fyrstu tvær vikurnar í þjálfuninni og hvernig þær hafa haft áhrif á líkama, hugarfar og daglegt líf.
Við fínstillum ferlið, styrkjum það sem er að virka og skoðum hvaða venjur þarf að styðja betur.
Áherslan er á að halda fókusnum skýrum og byggja áfram á þeim grunni sem þú hefur þegar skapað.

 

Vika 4-5 Einkaþjálfun heldur áfram.

Þjálfun 3x í viku í sal (55 mínútur) 4. vikur
Við höldum áfram að byggja ofan á fyrstu tvær vikurnar.

 

Vika 6 – Markþjálfun

Eitt viðtal á stofu (50 mínútur).

Við tökum saman árangurinn og breytingarnar sem hafa átt sér stað í gegnum allt ferlið.
Við skoðum hvað hefur breyst í líkama, hugarfari og sjálfsmynd og hvað þú vilt halda áfram að styrkja.
Við mótum næstu skref þannig að þú haldir áfram í jafnvægi, án þess að detta aftur í gömul mynstur, og festum inn rútínu sem styður þig til lengri tíma.