Samþætt þjálfun

Þessi 6 vikna þjálfun sameinar einkaþjálfun og markþjálfun í eitt ferli þar sem unnið er með hugarfar, líkamann, næringu og daglegt jafnvægi. 

Þú færð persónulega leiðsögn, sérsniðnar æfingar og stuðning sem hjálpa þér að halda áfram út í lífið með styrk, orku og fókus.

Þessi nálgun hentar t.d fólki sem vill:

– fá leiðsögn sem nær bæði til hugar og líkama
– byggja sig upp eftir veikindi eða meiðsli
– byrja í ræktinni á öruggan og raunhæfan hátt
– styrkja sjálfsmynd og losna við gamlar hindranir
– finna aga, fókus og stöðugleika

Við vinnum með hugarfarið þannig að þú veist nákvæmlega hvert þú ert að stefna og hvað heldur þér á réttri braut.

Æfingarnar eru sniðnar að þér, markmiðunum þínum og lífsstíl þannig að þú náir raunverulegum árangri.

Við förum yfir mataræði og daglegt jafnvægi þannig að líkami og hugur starfi með þér, ekki á móti.

Þú færð skýran ramma sem auðveldar þér að mæta, halda út og sjá raunverulegar framfarir.

Þú finnur muninn bæði í líkamanum, hugsunum og hvernig þú mætir daglegum áskorunum.

Samþætt þjálfun

Einstaklingar – 6 vikna ferli

95.000 kr